Skilmálar



Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að greiða fyrir verkin á síðunni með greiðslukorti, Netgíró, Pei, bankamillifærslu eða við afhendingu í Myrkraverk Gallerí, Skólavörðustíg 3. Ef kosið er að fá verkið í heimsendingu með Íslandspósti þá er flutningskostnaður innifalinn í verðinu.

Marmaraskúlptúrar og önnur þung verk eru flutt í sérsmíðuðum timburkössum.


Ef að þú hefur áhuga á því að koma í heimsókn á Skólavörðustíginn og skoða ákveðin verk eða óska eftir sérpöntuðu verki  máttu endilega senda línu á arngrimur@dvergur.is til að fá nánari upplýsingar eða til að finna hentugan tíma.

Ábyrgðarskilmálar og afhending vöru

Ábyrgðarmaður vefsvæðisins dvergur.is er Arngrímur Sigurðsson, Borgarbraut 32, 805 Selfossi, netfang: arngrimur@dvergur.is, sími: 6639459. Verð á heimasíðu er birt með fyrirvara um villur en dvergur.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga.

Boðið er uppá heimsendingu með Íslandspósti um allt land og er sendingarkostnaður innifalinn. Verkin eru vandlega pökkuð inn til að koma í veg fyrir að þau verði fyrir nokkru hnjaski i flutningi en Dvergur.is tekur fulla ábyrgð á því að verkin skili sér í góðu standi til kaupenda.

 

 

 Verkum er pakkað vandlega fyrir flutning.